Skilmálar - ÍBEINNI

DISCLAIMER: Currently the T&C is only in Icelandic but stay tuned for an update soon!

Inngangur: Almennir skilmálar og skuldbinding notenda

ÍBEINNI er áhorfsgreiðslu (e. pay-per-view) þjónusta sem býður aðilum á að nota vettvanginn til þess að streyma viðburðum til áhorfenda. ÍBEINNI er í eigu og rekið af StreamWorks ehf. (hér eftir „ ÍBEINNI"). Hægt er að nálgast myndefni frá ÍBEINNI í vefútgáfu og í gegnum smáforrit fyrir jafnt farsíma, snjallsjónvörp og önnur tæki.

Skilmálar þessir eru skuldbindandi fyrir alla notendur ÍBEINNI. ÍBEINNI er vettvangur sem gerir aðilum kleift að senda út viðburði á auðveldan máta gegn því að fá greitt fyrir áhorf (hér eftir „ útsendingarþjónusta"). Þá geta áhorfendur nálagst streymi á viðburðum og keypt aðgang í gegnum vefsíðu ÍBEINNI eða á sérstökum krækjum sem er að finna á síðum þriðju aðila (hér eftir „ streymisþjónusta" og saman nefnt ásamt útsendingarþjónustu í skilmálum þessum „ þjónustan").

Skilmálar þessir ásamt þeim skjölum og löggjöfum sem vísað er í hér að neðan gilda og eru lagalega bindandi fyrir alla notendur útsendingarþjónustu og streymisþjónustu ÍBEINNI. Skilmálar þessir gilda óháð því hvort notendur/áhorfendur eru með skráðan eða óskráðan aðgang að þjónustunni. Með því að nýta þér þjónustu ÍBEINNI samþykkir þú að skilmálar þessir gildi um viðskiptasamband þitt og ÍBEINNI. Þú skuldbindur þig jafnframt að fylgja skilmálum ÍBEINNI þegar þú nýtir þér þjónustuna og staðfestir að þú hafir lesið, ert upplýstur um og samþykkir að vera skuldbundin þessum skilmálum. Ef þú samþykkir ekki skilmála ÍBEINNI eða er mótfallinn skilmálum þessum er ráðlagt að nýta ekki þjónustuna.

ÍBEINNI áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum. ÍBEINNI sendir skráðum notendum allar markverðar breytingar sem verða á þessum skilmálum á skráð netfang eða með tilkynningu á notendareikning. Allar tilkynningar skulu berast eigi síðar en þrjátíu (30) dögum áður en breytingin tekur gildi.

1 Aðgangur og notendur ÍBEINNI

Útsendingarþjónusta ÍBEINNI er í boði fyrir einstaklinga, fyrirtæki, íþróttafélög og aðra hópa. Notendur útsendingarþjónustu ÍBEINNI skrá sig í áskrift þar sem þeir fá aðgang að sínu eigin svæði. Á „Mínu Svæði" geta notendur sett upp dagskrá yfir útsendingar en dagskrá er birt á vefsíðu ÍBEINNI og þá geta notendur jafnframt birt dagskránna inn á vefsíðu viðkomandi.

Streymisþjónusta ÍBEINNI er í boði fyrir alla einstaklinga en áhorfendur geta keypt sig inn á viðburði með einföldum hætti. Útsendingar eru alfarið á ábyrgð þeirra sem streyma viðburðum og ábyrgist ÍBEINNI ekki útsendingar. ÍBEINNI ber þar af leiðandi ekki ábyrgð á truflunum, bilunum eða öðru raski á útsendingum umfram það sem snýr að hugbúnaði ÍBEINNI.

ÍBEINNI leggur upp með einfalt og notendavænt umhverfi. Þeir sem sækjast eftir þjónustunni fullyrða að þeir séu færir að lögum að gera bindandi samninga.

Notendur sem sækjast eftir að fá aðgang að þjónustunni geta þurft að veita upplýsingar um tilteknar persónulegar upplýsingar, þar með talið en ekki einskorðað við, fullt nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang og kortanúmer ásamt gildistíma.

Með notkun þjónustunnar þá ábyrgist hver notandi og lýsir því yfir (i) að hann hafi lögmætan rétt til þess að nota greiðslukort eða annan greiðslumáta þegar hann nýtir sér þjónustuna; (ii) og að upplýsingarnar sem hann veitir eru sannar, réttar og veittar í góðri trú.

Með því að veita ofangreindar upplýsingar veitir notandi þjónustunnar heimild til þess að deila upplýsingunum með þriðju aðila greiðsluþjónustuveitendum í þeim tilgangi að miðla greiðslu fyrir þjónustuna.

2 Verð

Verð fyrir útsendingarþjónustuna er birt og er að finna í verðskrá á vefsíðu ÍBEINNI eins og hún er hverju sinni. ÍBEINNI áskilur sér rétt til þess að breyta verðskrá þjónustunnar og tilkynna viðskiptavinum með hæfilegum fyrirvara í samræmi við lög, eða með minnst þrjátíu (30) daga fyrirvara.

Þeir sem senda út viðburði ákveða verð fyrir hvern viðburð en verðið er að finna á síðu hvers viðburðar fyrir sig og í dagskrá notenda útsendingarþjónustu ÍBEINNI. Verðlagning viðburða er ÍBEINNI að öllu leyti óviðkomandi.

3 Greiðslur

Notendur útsendingarþjónustu ÍBEINNI skrá sig í áskrift á vefsíðu ÍBEINNI. Notendum er boðið upp á margvíslega greiðslumáta en nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu ÍBEINNI. Greiðsluupplýsingar eru aðeins afhentar greiðsluþjónustuveitendum sem uppfylla ítrustu öryggiskröfur sem gerðar eru til greiðsluþjónustuveitenda. Notendur sem greiða í gegnum greiðsluþjónustu sem veitt er af þriðju aðila þurfa að samþykkja þjónustuskilmála viðkomandi þjónustuveitanda. ÍBEINNI ábyrgist ekki slíka skilmála.

Notendur streymisþjónustu ÍBEINNI greiða fyrir allt efni og kaupa sig inn á viðburði með eingreiðslu. Mögulegt er að inna greiðslur af hendi með margvíslegum greiðslumátum. Upplýsingar um greiðslumáta er að finna á vefsíðu ÍBEINNI. Greiðsluupplýsingar eru aðeins afhentar greiðsluþjónustuveitendum sem uppfylla ítrustu öryggiskröfur sem gerðar eru til greiðsluþjónustuveitenda. Notendur sem greiða í gegnum greiðsluþjónustu sem veitt er af þriðju aðila þurfa að samþykkja þjónustuskilmála viðkomandi þjónustuveitanda. ÍBEINNI ábyrgist ekki slíka skilmála.

Notendur eru ábyrgir fyrir greiðslum hverju sinni. Ef greiðsla berst ekki ÍBEINNI verður lokað á þjónstuna þannig að notendur streymisþjónustu fá ekki aðgang að viðburðum og notendur útsendingarþjónustu geta ekki sent út viðburði.

Hafi notandi gerst áskrifandi að útsendingarþjónustu gildi áskrfitin í 30 daga. Sé áskrift uppfærð úr Grunn áskrfit í Gull áskrift verður Gull virkni þegar virkjuð og áskrfit lengist út næsta mánuð. Sjá nánari útreikninga í reiknivél

Greiðslur hluta notanda útsendingarþjónustunnar eru greiddar út 5. hvers mánaðar. Greitt er fyrir notkun seinasta mánaðar. Greiddur er virðisaukaskattur af keyptum upptökum en hann er innifalinn í þeirri upphæð sem auglýst er af félagi (sjá nánar Virðisaukaskattur af viðburðum í streymi.

4 Meðferð persónuupplýsinga

ÍBEINNI heldur utan um tilteknar persónuupplýsingar hjá notendum þjónustunnar. Í persónuverndarstefnu ÍBEINNI er að finna hvaða upplýsingar eru safnað og hvernig þær eru nýttar af ÍBEINNI.

5 Hugverk

Þjónustan, allt efni sem streymt er í gegnum ÍBEINNI og annað efnisinnihald, þar með talið en ekki einskorðað við, vörumerki, texta, ljósmyndir, myndefni og kynningarefni, hvort sem það stafi frá ÍBEINNI eða þriðja aðila, er varið höfundarétti. Efnið er verndað af íslenskum og/eða alþjóðlegum höfundarétti.

Höfunda- og hugverkaréttur ÍBEINNI eða þriðju aðila færist ekki yfir til notenda streymisþjónustu ÍBEINNI.

Notendur streymisþjónustu ÍBEINNI fá takmarkað og að öllu leyti óframseljanlegt leyfi til að nota þjónustuna og horfa á efni sem birtist á vefsíðu ÍBEINNI. Notendur skulu aðeins nota þjónustuna til einkanota og er að öllu leyti óheimilt að nota þjónustuna í viðskiptatilgangi.

Notendum streymisþjónustu ÍBEINNI er óheimilt að afrita, dreifa, gefa út, fjölfalda, leigja, birta, endurútgefa, senda eða gera myndefni frá ÍBEINNI eða þriðju aðilum aðgengilegt almenningi eða veita öðrum aðilum heimild til að gera slíkt hið sama. Notendur samþykkja og ábyrgjast framangreint.

Notendum streymisþjónustu ÍBEINNI er óheimilt að hlaða niður eða deila myndefni sem sýnt er á vefsvæði ÍBEINNI, eða breyta streymisþjónustunni að nokkru leyti.

Óheimilt er að nota vörumerki ÍBEINNI án fyrirfram samþykkis og heimildar ÍBEINNI.

6 Breytingar

ÍBEINNI áskilur sér rétt til þess að breyta þjónustunni.

7 Skaðabótaskylda

Þjónustan er seld eins og hún er hverju sinni. Virkni, aðgengi, gæði og öryggi streymisþjónustu fer eftir útsendingu hverju sinni en útsendingar eru að öllu leyti á ábyrgð þeirra sem senda út viðburði. ÍBEINNI ber ekki ábyrgð á truflunum, bilunum eða öðru raski á útsendingum.

8 Uppsagnir

Notendur útsendingarþjónustu ÍBEINNI geta sagt upp áskrift sinni undir [„X"] á heimasvæði sínu. Uppsögn tekur gildi frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir að uppsögn sannanlega berst ÍBEINNI.

Viðskiptasamband á milli notenda þjónustunnar og ÍBEINNI er í gildi á meðan notendur notfæra sér þjónustuna og/eða eru með virkan aðgang að þjónustunni.

Notandi, sem er neytandi í skilningi laga nr. 16/2016 um neytendasamninga, á rétt á því að falla frá samningi innan fjórtán (14) daga eftir að kaup á þjónustunni fara fram. Á þá notandi rétt á fullri endurgreiðslu. Framangreindur réttur fellur niður ef viðskiptavinur hefur byrjað að nota þjónustuna. Með því að notfæra sér þjónustuna að einhverju leyti samþykkir notandi að réttur til þess að falla frá samningi fellur úr gildi.

ÍBEINNI áskilur sér rétt að takmarka aðgang hjá notendum sem brjóta gegn skilmálum þessum.

9 Undirlén og tegundir léna

Með því að skrá í notkun undirlén (s.s. https://lögaðili.ibeinni.is) hefur notandi gefið til kynna að hann hafi til þess allan rétt fyrir hönd þess lög aðila. Komi upp ágreiningur (um undirlénið) og beiðni frá rétthöfum þess, áskilur ÍBEINNI sér að taka yfir lénið um leið og skila til rétthafa þess.

Einvörðungu má skrá lén sem hafa tengingu í íþróttafélög eða tengda starfsemi. IBeinni áskilur sér rétt til að breyta lénum sem falla ekki undir almenna siðsemi.

ÍBEINNI áskilur sér rétt að takmarka/loka á aðgang hjá notendum sem brjóta gegn skilmálum þessum.

10 Samskipti

ÍBEINNI sendir tilkynningar til notenda á skráð netfang og með skilaboðum á heimasvæði. ÍBEINNI áskilur sér rétt að senda notendum upplýsingar um vörur, tilboð, þjónustu og dagskrá. Notendur geta óskað eftir að fá ekki slíkar tilkynningar.

11 Lögsaga og ágreiningur

Um þjónustuna og skilmála þessa gilda íslensk lög og skal ágreiningi vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur. Neytendur geta leitað til Neytendastofu rísi ágreiningur um viðskiptahætti og/eða markaðssetningu ÍBEINNI í tengslum við veitingu þjónustunnar.

12 Annað

Skilmálar þessir ásamt persónuverndarstefnu og vefkökustefnu ÍBEINNI mynda saman samning milli notenda og ÍBEINNI. Samningur sá skal gilda umfram alla aðra munnlega eða skriflega samninga, nema hið gagnstæða komi sérstaklega fram.

Ef ákvæði í samningi þessum verða ógild eða ekki er hægt að framkvæma það skal umrætt ákvæði ekki hafa áhrif, ógilda eða koma í veg fyrir framkvæmd annarra ákvæði í skilmálum þessum. Almenn lög skulu vera til fyllingar skilmálum þessum.

Ef aðgengi að þjónustunni er takmörkuð, hindruð að einhverju leyti, tímabundið óvirk eða seinkun verður á tiltekinni virkni er ÍBEINNI undir engum kringumstæðum skaðabótaskylt gagnvart notendum þjónustunnar.