Á döfinni

ÍBEINNI er með mjög metnaðarfullar hugmyndir og plön um framtíðina. Við viljum bjóða notendum okkar upp á alla þá virkni sem auðveldar og auðgar þeim lífið.

Hérna er yfirlit yfir þá virkni sem er verið að vinna í og mun sjást í kerfinu áður en langt um líður

Haust 2022

Notandi getur séð og hlaðið niður öllum upplýsingum um sig auk þess að geta eytt þeim alveg út úr kerfinu.

Vetur 2023

DRM

DRM eða Digital Right Management gerir það að verkum að ekki er hægt að afrita straumana og senda þá áfram. Við erum nú þegar búin að útfæra þetta fyrir Windows og Android og erum á lokametrum með Apple tæki.

Vetur 2023

Geo-fencing fyrir strauma

Hægt að takmarka áhorf á straumana við ákveðin landsvæði

Miðjan vetur 2023

App fyrir farsíma og sjónvarp

Auðvelt að henda straumnum upp á sjónvarpið eða spila bara beint úr sjónvarpinu

Fyrir utan þessa stærri punkta erum við með vikulegar uppfærslur sem bæta og laga almenna virkni sem og útlit.